Laugardagur, 9. júní 2007
Að handan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 8. júní 2007
Davíð Oddsson
Aldrei hefur nokkur maður skuldað svo mörgu fólki jafn mikið. Merkilegt hvað frjálshyggjupredikararnir allir saman eru duglegir að krækja sér í góð ríkislaun.
Frelsið til sjálftöku launa er þeirra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 8. júní 2007
Þrælastíflan
Mér var sagt af verkfræðingi strax í fyrra að afhending orku frá Kárahnjúkum myndi tefjast um a.m.k. sex mánuði; í ágúst í fyrra var fagfólki orðið ljóst hvert stefndi þótt ekki fengist Landsvirkjun til að viðurkenna það. Þriggja mánaða tafir sem við förum létt með að vinna upp, sagði Landsvirkjun.
Nú hefur Landsvirkjun sagt að afhending orku gæti tafist þar til í haust eða um sex mánuði. Því spyr ég: Þýðir það ekki eitt ár á mannamáli - verður það fyrr en næsta vor sem þrælastíflan verður tilbúin?
Djöfull yrði það fyndið.
Flaggskip Alcoa stefnir hraðbyri í fullan rekstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 8. júní 2007
Jafnréttisnefnd
Mér þykir alveg ferlega fyndið að landsfundur jafnréttisnefnda skuli hafa verið haldinn í Fjarðabyggð hvar ekki er að finna jafnréttisnefnd. Reyndar er að finna það eitthvað sem kallast jafnréttishópur og er haldið úti af félagsmálaráði.
Fljótsdalshérað er öllu nútímalegra því þar er jafnréttisnefnd að finna í stjórnkerfi bæjarins.
Svona er lífið á Austurlandi.
Austrið djúpa | Breytt s.d. kl. 08:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 7. júní 2007
Litla lambið
Í dag sannfærðist ég endanlega um að það verður að taka til í landbúnaðarkerfinu. Ég nefnilega fór að versla og sá þá að lambakjöt og nautakjöt eru utan minnar kaupgetu og líkt og aðrir venjulegir Íslendingar verð ég að sætta mig við pakkað svínakjötsuppsóp í kryddlegi.
Nú veit ég að bændur fá ekki 2200 krónur fyrir hvert kíló af lambakjöti sem þeir selja - ætli það sé ekki nær tvöhundruð krónum að meðaltali sem þeir fá. Hitt fer í einhverja milliliði, nauðsynlega jafnt og afætur.
Ég reikna sosem ekki með því að nýi landbúnaðarráðherrann geri djarfar breytingar á kerfinu því enn á ný hefur valist í embættið maður sem þykir vænna um kerfið en neytendur.
Nú sumsé krefst ég þess að gerð verði gangskör að því að við, venjulegir launþegar þessa lands, getum farið að kaupa okkur íslenskt lamba- eða nautakjöt á skikkanlegu verði ellegar að innflutningur á þessum dýrum steindauðum, heimilaður án ofurtolla. Til dæmis vil ég að bændur megi slátra heima hjá sér og selja kjöt í verslanir - ef ég gæti þá keypt kíló af góðu kjöti á 1200 krónur og bóndinn og búðin skipt því milli sín, myndu sennilega allir sem að viðskiptunum kæmu, græða þó nokkra upphæð.
Jamm.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 7. júní 2007
Bestur
Alveg er mér sama hvort fimmta markið er Ívari að kenna eður ei, mistök henda og þar sem Ívar hefur spilað hverja einustu mínútu í hverjum einasta leik með félagsliði sínu í erfiðustu deild heims, skyldi engan undra að kappinn væri orðinn svolítið þreyttur.
Það hefur enginn íslenskur fótboltamaður spilað meira en hann í vetur og engum hefur verið treyst betur því hann hefur verið fyrirliði Reading oft á tíðum.
Ekki skortir hann kjark eða þor og hjartað er á réttum stað. Þess vegna fyrirgefum við honum mistök nú.
Ívar Ingimarsson, varnarmaður Íslands, tekur á sig sökina af þremur af fimm mörkum Svía | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 7. júní 2007
Sodomus Maximus
Að undanförnu hafa bókstafstrúaðir farið mikinn á bloggsíðum; sjálfum sér samkvæmir hafa þeir ekki beinlínis slegið um sig með náungakærleik eða manngæsku heldur þveröfugt - þeir hafa dreift hér hatri og ef ég tryði eitt andarak að djöfullinn væri til, hefði ég neglt þessa kjána sem fulltrúa hans á meðal okkar.
En djöfullinn er ekki til, frekar en guð eða guðir yfirleitt, því allt eru þetta uppskáldaðar verur, rétt eins og Bjartur í Sumarhúsum eða James Bond.
Þessar hrollvekjur, þetta bókstafstrúarfólk, er að finna innan raða þjóðkirkjunnar. Þar, í hópi ríkislaunaðra presta, er að finna fólk sem leyfir sér að ganga þvert gegn þeim mannréttindaákvæðum í reglugerðaverki landsins sem tryggja eiga samkynhneigðum sama rétt til viðburðasnauðrar ævi, líkt og okkur hinum - í lögum og reglum landsins er hommum og lesbíum tryggt að þurfa ekki að standa í stappi frá morgni til kvölds til þess eins að fá kannski einhvertíma að lifa venjulegu lífi en hópur opinberra starfsmanna, nefnilega prestar þjóðkirkjunnar sem ekki vilja gifta samkynhneigða, komast upp með að leggjast þverir gegn þessum ákvæðum.
Allt hið illa sem hendir mannkynið nú um stundir má beint eða óbeint rekja til trúarofsa og gildir þá einu hvort um er að ræða brogað, kristið siðferði George Bush eða blint ofstæki Bin Laden eða eitthvað þar á milli. Sama hvert við lítum sjáum við að átökin sem eiga sér stað, eru vegna þess að fólk hefur látið rifrildi um ævintýrabækur hlaupa með sig í gönur og alla leið í stríð.
Fólk má trúa - ég trúi - en í guðanna helvítis bænum hafið það fyrir ykkur sjálf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 7. júní 2007
Lið
Mér finnst það eigi ekki að leyfa liðum utan af landi að leika í efstu deildum, hvaða íþrótt sem um kann að vera að ræða.
Það er nefnilega svo dýrt fyrir liðin á höfuðborgarsvæðinu að fara út á land til að keppa.
Mesta lagi að Selfoss og Akranes fái að skökklast með.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Bloggarar:
Gamla bloggið mitt:
Fjölskylda:
Austlenskrar ættar:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar