Fimmtudagur, 7. júní 2007
Sodomus Maximus
Að undanförnu hafa bókstafstrúaðir farið mikinn á bloggsíðum; sjálfum sér samkvæmir hafa þeir ekki beinlínis slegið um sig með náungakærleik eða manngæsku heldur þveröfugt - þeir hafa dreift hér hatri og ef ég tryði eitt andarak að djöfullinn væri til, hefði ég neglt þessa kjána sem fulltrúa hans á meðal okkar.
En djöfullinn er ekki til, frekar en guð eða guðir yfirleitt, því allt eru þetta uppskáldaðar verur, rétt eins og Bjartur í Sumarhúsum eða James Bond.
Þessar hrollvekjur, þetta bókstafstrúarfólk, er að finna innan raða þjóðkirkjunnar. Þar, í hópi ríkislaunaðra presta, er að finna fólk sem leyfir sér að ganga þvert gegn þeim mannréttindaákvæðum í reglugerðaverki landsins sem tryggja eiga samkynhneigðum sama rétt til viðburðasnauðrar ævi, líkt og okkur hinum - í lögum og reglum landsins er hommum og lesbíum tryggt að þurfa ekki að standa í stappi frá morgni til kvölds til þess eins að fá kannski einhvertíma að lifa venjulegu lífi en hópur opinberra starfsmanna, nefnilega prestar þjóðkirkjunnar sem ekki vilja gifta samkynhneigða, komast upp með að leggjast þverir gegn þessum ákvæðum.
Allt hið illa sem hendir mannkynið nú um stundir má beint eða óbeint rekja til trúarofsa og gildir þá einu hvort um er að ræða brogað, kristið siðferði George Bush eða blint ofstæki Bin Laden eða eitthvað þar á milli. Sama hvert við lítum sjáum við að átökin sem eiga sér stað, eru vegna þess að fólk hefur látið rifrildi um ævintýrabækur hlaupa með sig í gönur og alla leið í stríð.
Fólk má trúa - ég trúi - en í guðanna helvítis bænum hafið það fyrir ykkur sjálf.
Færsluflokkar
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Bloggarar:
Gamla bloggið mitt:
Fjölskylda:
Austlenskrar ættar:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.