Fimmtudagur, 7. júní 2007
Litla lambið
Í dag sannfærðist ég endanlega um að það verður að taka til í landbúnaðarkerfinu. Ég nefnilega fór að versla og sá þá að lambakjöt og nautakjöt eru utan minnar kaupgetu og líkt og aðrir venjulegir Íslendingar verð ég að sætta mig við pakkað svínakjötsuppsóp í kryddlegi.
Nú veit ég að bændur fá ekki 2200 krónur fyrir hvert kíló af lambakjöti sem þeir selja - ætli það sé ekki nær tvöhundruð krónum að meðaltali sem þeir fá. Hitt fer í einhverja milliliði, nauðsynlega jafnt og afætur.
Ég reikna sosem ekki með því að nýi landbúnaðarráðherrann geri djarfar breytingar á kerfinu því enn á ný hefur valist í embættið maður sem þykir vænna um kerfið en neytendur.
Nú sumsé krefst ég þess að gerð verði gangskör að því að við, venjulegir launþegar þessa lands, getum farið að kaupa okkur íslenskt lamba- eða nautakjöt á skikkanlegu verði ellegar að innflutningur á þessum dýrum steindauðum, heimilaður án ofurtolla. Til dæmis vil ég að bændur megi slátra heima hjá sér og selja kjöt í verslanir - ef ég gæti þá keypt kíló af góðu kjöti á 1200 krónur og bóndinn og búðin skipt því milli sín, myndu sennilega allir sem að viðskiptunum kæmu, græða þó nokkra upphæð.
Jamm.
Færsluflokkar
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Bloggarar:
Gamla bloggið mitt:
Fjölskylda:
Austlenskrar ættar:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.